Dráttarbíll frá Öskju

Nýr dráttarbíll

Föstudaginn 20. janúar 2017 afhenti Bílaumboðið Askja ÍSTAKI nýjan dráttarbíl af gerðinni MB Actros 2663.

Dráttarbíllinn er ætlaður til þungaflutninga og er hann sér útbúinn til þeirra.

Myndin sýnir frá því þegar Eiríkur Þór Eiríksson afhenti Birgi Smárasyni, sem verður bílstjóri nýja bílsins, þennan öfluga bíl. Dráttargeta bílsins er 120 tonn og er hann 630 hestöfl.