Mikilvægt að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn

Mikilvægt að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn

image_pdfimage_print

Ístak leggur mikið upp úr því að fá til sín iðnnema og sér mikinn hag í því að taka sem flesta iðnnema á samning, enda mjög mikilvægt fyrir  fyrirtækið og íslenskt samfélag að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn.

Ístak hefur tekið við nemum í vélvirkjun, járnsmíði, rafvirkjun, múraraiðn og meira að segja námusvein frá Grænlandi, en þar eru jarðvegsiðnaðarmenn sérmenntaðir fyrir námuiðnaðinn.
Á dögunum birtist í Fréttablaðinu skemmtileg umfjöllun um iðnemann Lárus Helga Þorsteinsson sem er húsasmíðanemi hjá okkur og vinnur þessa dagana við nýbyggingu Sorpu á Álfsnesi undir leiðsögn Árna Geirs Sveinssonar, meistara síns hjá Ístaki.

 

(myndir: Anton Brink/Fréttablaðið)

Smellið á mynd til að lesa fréttina.