Anna Jóna Kjartansdóttir nýr gæða- og öryggisstjóri

Anna Jóna Kjartansdóttir nýr gæða- og öryggisstjóri

image_pdfimage_print

Anna Jóna Kjartansdóttir hefur tekið við starfi gæða- og öryggisstjóra hjá Ístaki. Anna Jóna kemur úr samskonar starfi hjá Jarðborunum og hefur unnið í gæða og öryggismálum síðan 2011. Hún er byggingaverkfræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskóla Íslands & DTU í Danmörku. Fyrir utan að hafa starfað hjá Jarðborunum hefur Anna Jóna unnið hjá Mannviti sem verkefnastjóri og umsjónarmaður með umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi Mannvits. Við bjóðum Önnu Jónu hjartanlega velkomna til starfa hjá fyrirtækinu.

Anna Jóna Kjartansdóttir gæða- og öryggisstjóri Ístaks