Framkvæmdir á Austurbakka standa nú sem hæst

Tveggja hæða bílakjallari, verslanir og 70 íbúðir

Framkvæmdir á Austurbakka 2, reit 5b, standa nú sem hæst en um er að ræða byggingu sem í verða sjötíu íbúðir. Verslanir verða á jarðhæð og þá verður bílakjallarinn á tveimur neðstu hæðunum en byggingin skiptist í tvö hús fyrir ofan verslunarhúsnæðið. Annað húsið liggur í vestur meðfram Austurbakka og hitt í austur meðfram Reykjastræti, sem er gatan sem mun skilja að umrætt verkefni og Landsbankalóð. Framkvæmdir hófust í lok september 2017 en stefnt er á að þeim ljúki um næstu áramót. Verkið hefur gengið vel og að mestu á áætlun.

Staða verksins nú um miðjan júlí er sú að búið er að steypa bílakjallarana, verslunarhæðina og er byrjað er að steypa veggi annarrar hæðar í austurbyggingu en einnig plötur þriðju hæðar í vesturbyggingu. Byggingin er staðsteypt en að hluta til er notast við „Peikko“ stálbita og holplötur.

Ístak er nú búið með 60% af samningnum og eru helstu magntölur (miðast við framvindureikning fyrir júní mánuð):

  • Steypa, búið 6.900 m3 af 12.700 m3
  • Mót, búið 20.000 m2 af 52.000 m2
  • Holplötur, búið 3.500 m2 af 6.300 m2
  •  Steypustyrktarstál, búið ca 1.100 tonn, samningsmagn er búið en reiknað er með að magn fari ca 50% fram úr áætlun. Magn samning er ca 1050tonn.

Milli 90 og 100 manns vinna við verkið. Unnið er eftir vaktaplani þ.a. ekki eru allir á staðnum í einu. Smiðir, kranamenn og verkamenn sem eru beint á vegum Ístaks, ca 70 manns. Einnig er Ístak með undirverktaka í járnabendingu, ca 15 manns og á bilinu 2-4 múrara ásamt nokkrum öðrum undirverktökum að ótöldum verkstjórum og tæknimönnum, ca 6 manns.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem sýna stöðu verksins.

Nánari verklýsing
Stækkun flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli

Ístak hefur nýlokið framkvæmdum við stækkun flugstöðvar byggingar á Keflavíkurflugvelli fyrir Isavia.  Verkefnið fólst í stækkun landamærasalar og fríhafnarsvæðis fyrir farþega sem ferðast utan Schengen landamæranna.  Einnig stækkun og breikkun á landgangssvæði milli suður- og norðurbyggingar flugstöðvar.  Alls eru þetta um 7.000 m2 í nýbyggingum auk töluverðrar endurnýjunar á eldra húsnæði.  Verkið var flókið þar sem rífa þurfti eldri landgang innan frá eftir að nýr landgangur var byggður utan um eldri landgang og jafnframt sjá til þess að starfsemi flugstöðvarinnar raskaðist ekki meðan á framkvæmdum stóð.  Ístak sá um að reisa bygginguna sem var með burðarvirki úr stáli, með steyptum holplötum og útveggir að mestu glerhjúpur.  Þá sá Ístak einnig um alla trémíði innanhúss og hafði umsjá með pípulögnum, loftræsi- og raflögnum ásamt múrverki, málun og stálsmíði innanhúss í stýriverktöku.  Framkvæmdir hófust í janúar 2016 og var að fullu lokið fyrri hluta árs 2018, en byggingarhlutum var skilað til Isavia í áföngum eftir því sem leið á verktímann, en flugstöðin var þó í fullum rekstri allan tímann sem verkið stóð yfir.

 

Nýr farþegagangur

Eldri farþegagangur rifinn

Viðbygging í vinnslu
Erum alltaf að leita að góðu fólki

Viltu vinna hjá öflugu verktakafyrirtæki sem hefur yfir 40 ára reynslu? Hjá ÍSTAKI starfa rúmlega 350 manns og við erum alltaf að leita að góðu starfsfólki, svo sem tæknimönnum, verkamönnum, iðnaðarmönnum og verkfræðingum.  Verkefni ÍSTAKS eru bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Skoðaðu laus störf hjá okkur eða fylltu út almenna umsókn
Helguvík - Fitjar

Nýjungar í starfsemi Ístaks, deild Viðhaldsþjónustu

Ístak hefur sett á laggirnar sér deild viðhaldsþjónustu sem sinnir viðhaldi og endurbótum fasteigna fyrir fagaðila á fasteignamarkaði, stærri fyrirtæki, fasteignafélög, ríki og sveitarfélög. Hvort sem um er að ræða stór, skipulögð viðhaldsverkefni eða tilfallandi verk þá er Ístak traustur samstarfsaðili á sviði viðhalds. Starfsmenn viðhaldsþjónustunnar hafa áralanga reynslu af viðhaldi fasteigna.

Þjónustusamningar

Ístak býður viðskiptavinum upp á viðhaldsþjónustusamninga sem tryggja greiðan aðgang að færum iðnaðarmönnum ásamt verkefnastýringu og umsjón framkvæmda, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Með viðhaldsþjónustusamningi geta viðskiptavinir fengið alla viðhaldsvinnu á einum stað, hvort sem um er að ræða trésmiði, málara, múrara, rafvirkja, pípara eða aðra sérhæfða iðnaðarmenn. Með langtímaviðskiptasamband og gagnsæi að leiðarljósi fara hagsmunir viðskiptavina og Ístaks saman.

Tilboðsverk

Ístak tekur þátt í auglýstum útboðum á viðhaldsmarkaði. Eins býður félagið sérstaklega í stærri verk fyrir viðskiptavini þegar eftir því er óskað.

Sendu okkur fyrirspurn og fáðu nánari upplýsingar um hvernig viðhaldsþjónusta Ístaks getur orðið þér að liði: vidhald@istak.is
Mynd: Yrki

ÍSTAK byggir stærstu stúdentagarða á Íslandi

ÍSTAK og Félagsstofnun stúdenta hafa undirritað samning um byggingu stúdentagarða á lóð HÍ við Sæmundargötu 21 í Reykjavík.  Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin 2017/2018 en verktími er um 2 ár.  Kostnaður við fullbúið verk er áætlaður 4,6 milljarðar.

Nýi stúdentagarðurinn verður stærsti sinnar tegundar á Íslandi, með fullbúnum 250 leigueiningum fyrir pör og einstaklinga. Paraíbúðirnar verða 37 fermetrar að stærð og einstaklingsíbúðirnar 27 fermetrar. Þá verður nýtt íbúðaform á görðunum; átta til níu herbergja íbúðir sem skipulagðar eru eftir hugmyndafræði deilihúsnæðis. Í þessum íbúðum verða sautján fermetra svefnherbergi með sérbaðherbergi en hver íbúð deilir með sér forstofu, eldhúsi, setustofu og alrými. Með þessu er byggingarkostnaði haldið niðri og dregið úr félagslegri einangrun fólks. Hugmyndafræði deilihúsnæðis er að ryðja sér til rúms í Evrópu og Bandaríkjunum, sérstaklega meðal ungs fólks.

Karl Andreason framkvæmdastjóri ÍSTAK segir þetta vera mikið og stórt framtak hjá FS og aðdáunarvert að sjá hvernig sjálfseignarstofnum hefur byggt upp svo öflugt leigufélag sem FS er. Verkið sjálft er krefjandi bæði í hönnun og framkvæmd og ÍSTAK hefur fengið til liðs við sig Yrki Arkitekta, Lotu og VHÁ verkfræðistofur við hönnun byggingarinnar. Verkið fellur einnig vel að verkefnaflóru ÍSTAKS sem nú er með um 370 starfsmenn og sterka og víðtæka verkefnastöðu.
Dráttarbíll frá Öskju

Nýr dráttarbíll

Föstudaginn 20. janúar 2017 afhenti Bílaumboðið Askja ÍSTAKI nýjan dráttarbíl af gerðinni MB Actros 2663.

Dráttarbíllinn er ætlaður til þungaflutninga og er hann sér útbúinn til þeirra.

Myndin sýnir frá því þegar Eiríkur Þór Eiríksson afhenti Birgi Smárasyni, sem verður bílstjóri nýja bílsins, þennan öfluga bíl. Dráttargeta bílsins er 120 tonn og er hann 630 hestöfl.
Lokið við urðunarhólf á Blönduósi

Frá því í lok sumars hefur ÍSTAK unnið við stækkun á sérstöku urðunarhólfi fyrir blandaðan úrgang á Norðurlandi. Í raun var um stækkun á 2. áfanga urðunarhólfs í Stekkjarvík að ræða. Verkkaupi er byggðasamlagið Norðurá bs en ÍSTAK sá um framkvæmdina.

Verkið gekk heilt yfir vel og kláraði ÍSTAK verkið rúmum tveimur vikum á undan áætlun. Áætluð verklok voru samkvæmt samningi 10. desember en lokaúttekt verksins fór fram þann 24.nóvember.

ÍSTAK sá um að grafa, forma og ganga frá urðunarhólfinu en það þjónar m.a. Norðurlandi og Vestfjörðum. Urðunarhólf 1 var við það að fyllast og sá ÍSTAK líka um tilfærslu efna úr hólfi. Búast má við að farið verði í frekari stækkanir á hólfinu í komandi framtíð eða eftir um 7-8 ár.

Myndir frá framkvæmdinni: 

 
Ný skrifstofubygging fyrir Airport Associates

ÍSTAK annast byggingu nýrrar 2600 fermetra skrifstofubyggingar fyrir flugþjónustufyrirtækið Airport Associates. Airport Associates sér um alla þjónustu við farþega- og fraktflugvélar. Svo sem hleðslu flugvéla og annarrar þjónustu á flughlaði, farþegainnritun og flugafgreiðslu.

Nýja byggingin er staðsett við Keflavíkurflugvöll. ÍSTAK er aðalverktaki við bygginguna og byrjaði í ágúst á jarðvinnu og sökklum fyrir bygginguna. ÍSTAK er einnig stýriverktaki á lagnakerfum byggingarinnar sem þýðir að ÍSTAK sér um samskipti og samninga við fyrirtæki sem sjá um lagnakerfin.

Áætluð verklok eru í júní 2017.
ÍSTAK stækkar gröfuflotann sinn

ÍSTAK bætir í flotann sinn

ÍSTAK keypti nýverið tvo 2653 Mercedes Bens Arocs dráttarbíla og þrjá Meiller MHPS malarvagna frá bílaumboðinu Öskju. Þessi tæki verða öll notuð á næstunni við framkvæmdir við Leifsstöð. Bæði vegna stækkunar á flughlöðum og byggingar tengdum framkvæmdum við Leifsstöð.

Einnig hefur ÍSTAK fengið afhenta Volvo L180 hjólaskóflu frá Brimborg. Hún verður  notuð í námu ÍSTAKS í Stapafelli vegna framkvæmda við Leifsstöð.

Síðast en ekki síst afhenti Brimborg einnig Volvo L220 hjólaskóflu sem notuð verður við framkvæmdir hjá Faxaflóahöfnum vegna stækkunar Kleppsbakka í Sundahöfn.

ÍSTAK bætir í flotann sinn
SÁÁ

Ný bygging í fertugs afmælisgjöf

Árið 2017 mun SÁÁ fagna 40 ára afmæli sínu. Á afmælisárinu mun það bera hæst að ný meðferðarstöð verður tekin í notkun. ÍSTAK annast nú byggingu þessarar nýju og fullkomnu meðferðarstöðvar fyrir SÁÁ í landi þeirra á Vík á Kjalarnesi.

ÍSTAK er aðalverktaki að nýju byggingunni og sér um alla jarðvinnu, uppsteypu og frágang utanhús á nýju viðbyggingunni. Áætluð verklok að ytra byrði byggingarinnar eru í febrúar 2017

Nýja og sérhannaða meðferðarstöðin fyrir alla eftirmeðferð á vegum samtakanna verður svo tekin í notkun á 40 ára afmæli samtakanna í október sama ár. Á sama tíma verður meðferð hætt á Staðarfelli. En þar hefur hún verið þá í 37 ár eða frá því 1980.

Myndir teknar á vinnusvæðinu

i-karlabyggingu-saa ur-krana-3-saa SÁÁ