Brunavarnir Suðurnesja og ÍSTAK undirrita samning um nýja slökkvistöð

Brunavarnir Suðurnesja og ÍSTAK undirrita samning um nýja slökkvistöð

image_pdfimage_print

Þann 17. október sl. var undirritaður samningur á milli Ístaks og Brunavarna Suðurnesja um byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ. Áætlað er að stöðin verði tekin í notkun í lok nóvember á næsta ári.
Stöðin verður á tveimur hæðum, um 2250 m2 að gólffleti og auk slökkviðstöðvar verður aðgerðarstjórnstöð fyrir almannavarnir í húsinu. Staðsetning stöðvarinnar er við Flugvelli, ofan Iðuvalla og er því miðsvæðis þegar horft er til þjónustusvæðis Brunavarna Suðurnesja sem nær frá Reykjanesbæ, í Sandgerði, Garð og Voga. Eins er stutt í flugstöðina, en mikil aukning hefur orðið á sjúkraflutningum í tengslum við aukinn ferðamannastraum til landsins.
Núverandi húsnæði er orðið 50 ára gamalt og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíkra bygginga í dag og því mun öll aðstaða gjörbreytast með nýju stöðinni.

Við undirritun samningsins, (frá vinstri) Friðjón Einarsson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja, Brynjar Brjánsson og Karl Andreassen frá Ístaki, Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri og Sigurður Skarphéðinsson aðstoðarslökkviliðsstjóri.