Mikilvægt að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn

Mikilvægt að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn

image_pdfimage_print

For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Ístak leggur mikið upp úr því að fá til sín iðnnema og sér mikinn hag í því að taka sem flesta iðnnema á samning, enda mjög mikilvægt fyrir  fyrirtækið og íslenskt samfélag að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn.

Ístak hefur tekið við nemum í vélvirkjun, járnsmíði, rafvirkjun, múraraiðn og meira að segja námusvein frá Grænlandi, en þar eru jarðvegsiðnaðarmenn sérmenntaðir fyrir námuiðnaðinn.
Á dögunum birtist í Fréttablaðinu skemmtileg umfjöllun um iðnemann Lárus Helga Þorsteinsson sem er húsasmíðanemi hjá okkur og vinnur þessa dagana við nýbyggingu Sorpu á Álfsnesi undir leiðsögn Árna Geirs Sveinssonar, meistara síns hjá Ístaki.

 

(myndir: Anton Brink/Fréttablaðið)

Smellið á mynd til að lesa fréttina.