Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn Ístaks

Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn Ístaks

image_pdfimage_print

For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Eftir talsverðan undirbúning og tilraunir til að halda íslenskunámskeið fyrir stóran hóp, tókst fyrir áramót að halda íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn. Takamarkaður fjöldi komst að í þetta fyrsta skipti og tóku 14 manns þátt. Námskeið var þeim að kostnaðarlausu og óhætt er að segja að þetta hafi mælst vel fyrir hjá þátttakendum.
Námskeiðið var haldið í samstarfi við Múltíkúltí – menningarmiðstöð. Svo vel gekk hjá nemendunum að ákveðið var að halda framhaldsnámskeið strax nú á nýju ári og er það þegar hafið. Verið er að leggja drög að því að halda annað byrjendanámskeið fljótlega og er áhugi erlendra starfsmanna mikill. Ýmis tækifæri bjóðast þeim sem einhverja kunnáttu hafa á tungumálinu sem gerðu það ekki annars. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið.
Þátttakendur voru gríðarlega áhugasamir og ánægðir með námskeiðið. Ekki var einungis setið yfir bókunum heldur farið í vettvangsferðir, t.d. á borgarbókasafnið og skoðaðar náttúruperlur.
Reynsla okkar er sú að þeim erlendu starfsmönnum sem leggja á sig að læra íslensku vegni betur bæði í starfi og daglegu lífi hér á landi og því er það stefnan að halda áfram að bjóða áhugasömum starfsmönnum upp á slík námskeið í framtíðinni.

Ýmsar aðferðir voru nýttar til þess að læra íslensku, t.d. farið í vettvangsferðir og spiluð spil.