image_pdfimage_print

PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSING

Tilgangurinn með þessari persónuverndaryfirlýsingu er að útskýra hvernig Ístak hf. (hér eftir nefnt Ístak) vinnur með persónuupplýsingar.

1. Gagnastjórnandi

Ístak hf. er gagnastjórnandi.

Upplýsingar um tengilið:
Ístak hf.
Bugðufljóti 19
270 Mosfellsbæ
Bt.: Mannauðsstjóra

Ístak vinnur úr öllum persónuupplýsingum í samræmi við gildandi löggjöf.

2. Hvernig safnar Ístak persónuupplýsingum?
Persónuupplýsingum er safnað á eftirfarandi hátt:

 • Við skráum gögn um tengiliði hjá viðskiptavinum, birgjum og öðrum viðskiptafélögum
 • Með vafrakökum
 • Komur gesta á vinnustaði
 • Með öryggismyndavélum
 • Með aðgangstýringu inná verksvæði

Öryggismyndavélar eru settar upp þar sem eftirlits er þörf og til að tryggja öryggi starfsmanna og gesta. Eftirlit fer fram á flestum verkstöðum sem og við inngang fyrirtækisins, á gestasvæðum, í móttöku, við afhendingu á vörum og við geymslusvæði.

3. Hvaða gögnum söfnum við?
Við söfnum eftirfarandi persónuupplýsingum:

 • Nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, fæðingardagur og aðrar almennar persónuupplýsingar
 • Vafranotkun.

4. Hver er tilgangurinn með því að safna þessum upplýsingum?
Við söfnum aðeins persónuupplýsingum í eftirfarandi tilgangi:

 • Hafa yfirsýn yfir tengsl einstaklinga við Ístak.
 • Sala og markaðssetning
 • Öryggi
 • Fylgni við lagaskyldu.

5. Hver er lagagrundvöllurinn fyrir vistun á þínum persónuupplýsingum?
Fyrst og fremst vistum við persónuupplýsingar um ytri aðila vegna þess að við höfum lögmætra hagsmuna að gæta, nema þínir hagsmunir séu ríkari.

6. Réttindi þín
Samkvæmt reglugerð um gagnavernd hefur þú eftirfarandi réttindi:

 • Þú hefur rétt á að vita hvaða persónuupplýsingar það eru sem Ístak skráir um þig.
 • Þú hefur rétt á að lagfæra og uppfæra persónuupplýsingarnar sem Ístak hefur á skrá um þig.
 • Þú hefur rétt á því að Ístak eyði persónuupplýsingum um þig. Ef þú vilt óska eftir því að öllum persónuupplýsingum þínum sé eytt mun Ístak eyða gögnunum ef ekki er skylt samkvæmt lögum að varðveita þau.
 • Einstaklingur sem veitt hefur samþykki fyrir skráningu persónuupplýsinga á rétt á að afturkalla samþykki sitt. Með því stöðvar Ístak varðveislu allra persónuupplýsinga nema þeirra sem lögbundin skylda er að varðveita.

Aðgangur að persónuupplýsingum þínum getur verið takmarkaður vegna friðhelgi annarra, viðskiptalegum trúnaði og hugverkarétti.

Með skriflegri beiðni getur þú annaðhvort fengið afrit af persónuupplýsingunum þínum, látið uppfæra persónuupplýsingarnar, andmælt eða beðið um að persónuupplýsingunum þínum verði eytt.

Beiðnin verður að vera undirrituð af þér og innihalda nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.

Þú getur einnig haft samband við okkur ef þú telur að vistun persónuupplýsinganna þinna sé ólögmæt.

Beiðnina skal senda á istak@istak.is til tengiliðs Ístaks í persónuverndarmálum:

Ístak hf.
Bugðufljóti 19
270 Mosfellsbæ
Bt.: Mannauðsstjóra

Gögn verða send á netfang þitt innan mánaðar frá móttöku umsóknar um afrit af persónuupplýsingunum þínum.

Komi fram beiðnir um leiðréttingu og / eða eyðingu á persónuupplýsingunum þínum munum við kanna hvort skilyrði séu uppfyllt og ef svo er framkvæma leiðréttingu eða eyðingu eins hratt og mögulegt er.

Við höfum rétt til að hafna beiðnum sem eru síendurteknar; krefjast óhóflegrar tæknilegrar aðgerðar (til dæmis þróun á nýju kerfi eða verulegum breytingum á núverandi framkvæmd); hafa áhrif á vernd persónuupplýsinga annarra; hafa í för með sér aðstæður þar sem æskileg aðgerð getur verið talin of flókin (til dæmis beiðnir um upplýsingar sem eru aðeins til sem öryggisafrit). Einnig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda félagið til að hafna beiðnum.

7. Starfsumsóknir
Þegar þú sækir um starf hjá okkur verða gögnin sem þú hefur gefið okkur í tengslum við umsókn þína skráð.

Persónuupplýsingar samanstanda yfirleitt af nafni, heimilisfangi, símanúmeri og netfangi, upplýsingum um menntun og upplýsingum um núverandi og fyrri störf.

Í tengslum við ráðningarferlið er mögulegt að umsækjendur um ákveðin störf séu beðnir um að taka persónuleikapróf.

Upplýsingarnar eru nýttar við mat á umsóknum og til að eiga samskipti við umsækjendur í ráðningarferlinu.

Gögnin þín verða vistuð í umsóknarkerfi Ístaks sem mannauðsdeild og ákveðnir stjórnendur hafa aðgang að.

Ef þú ert ráðin/n til starfa hjá okkur munum við vista persónuupplýsingarnar þínar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
Umsóknir frá umsækjendum sem ekki eru ráðnir eru geymdar í sex mánuði eftir að neitunarbréf hefur verið sent. Í sumum tilvikum, eftir að hafa fengið samþykki frá umsækjanda, geymum við umsóknina í lengri tíma.

Við meðhöndlum persónuupplýsingarnar þínar í samræmi við ráðstafanir sem lýst er í lið 8.

Ef þú vilt fá aðgang að þeim upplýsingum sem við vistum um þig annaðhvort í tengslum við uppfærslu persónuupplýsinganna þinna eða vegna þess að þú vilt að Ístak eyði persónuupplýsingunum þínum, vinsamlegast hafðu samband við mannauðsdeildina á hr@istak.is eða í síma 530 2700.

8. Geymsluöryggi og samnýting á persónuupplýsingunum þínum
Við verndum persónuupplýsingarnar þínar. Við höfum samþykkt innri reglur um upplýsingaöryggi sem samanstanda af fyrirmælum og ráðstöfunum sem vernda persónuupplýsingarnar þínar gegn óheimilli birtingu og gegn því að óviðkomandi fái aðgang að eða vitneskju um þau.

Við höfum komið upp verklagsreglum um hvernig við aðgangsstýrum upplýsingum til þeirra starfsmanna sem vinna með persónuupplýsingar. Til að koma í veg fyrir að gögn glatist, eru tekin öryggisafrit af gagnasettinu okkar.

Komi til öryggisbrota sem leiða til mikillar hættu á mismunun, persónuþjófnaði, fjárhagslegu tjóni, missi orðspors eða annarra verulegra óþæginda, munum við upplýsa þig um öryggisbrotið eins fljótt og auðið er.

Öryggisreglur okkar eru endurskoðaðar út frá nýjustu tækniþróun.

Til viðbótar við innri kerfin okkar notum við ytri birgja í upplýsingaþjónustu. Við gerum samninga um gagnavinnslu við alla viðeigandi utanaðkomandi birgja.

Við munum eyða persónuupplýsingunum þínum þegar okkur er ekki lengur skylt með lögum að vista upplýsingarnar eða þegar ekki er lengur tilgangur með vistuninni.

9. Vafrakökur
Við notum vafrakökur á vefsíðunni okkar:
fylgjumst með fjölda gesta, leiðsagnamynstri þeirra á vefnum og hvaðan þeir nálgast vefinn (í gegnum leitarvélar eða tengla o.s.frv..)
Vafrakökur frá þriðja aðila: Með vefsíðu okkar er hægt að nálgast virkni frá öðrum vefsvæðum. Myndskeið, tenglar o.fl. geta innihaldið vafrakökur frá öðrum síðum, t.d. geta þeir rakið að þú sért að nota aðgerðir á vefnum þeirra í gegnum síðuna okkar. Þriðji aðili getur t.d. verið Facebook eða Linkedin.

10. Upplýsingar um tengiliði
Ef þú hefur spurningar, athugasemdir eða kvartanir vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum getur þú haft samband við tengilið, sjá kafla 1

Ef þessi yfirlýsing er ekki nægilega skýr getur þú sent erindi til Persónuverndar. Upplýsingar um tengiliði er að finna á www.personuvernd.is

Ef breytingar á þessari yfirlýsingu eru gerðar, verða nýir skilmálar og skilyrði birt á vefsíðu Ístaks.

Sjá hér fyrir neðan dagsetningu síðustu endurskoðunar á þessari yfirlýsingu.

Mars 2020