Stúdentagarðar við Sæmundargötu 21
CategoryWork in progress
Investor Name:
Published Date:
January 1, 1970
Location:
Value:
Architecture:
Protocol
Verkið – Stúdentagarðar við Sæmundargötu 21 – felst í byggingu nýrrar stúdentagarða við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Ístak mun sjá um að hanna, byggja og fullbúa 244 íbúðareiningar. Í húsinu verða 93 einstaklingsíbúðir og 33 paraíbúðir og 118 einstaklingsherbergi eða samtals 244 íbúðar einingar. Húsið skiptist í bílakjallara og stúdentagarð á 1.-5. hæð eða um 13.000 fm samtals. Paraíbúðirnar verða 37 fermetrar að stærð og einstaklingsíbúðirnar 27 fermetrar. Þá verður nýtt íbúðaform á görðunum; átta til níu herbergja íbúðir sem skipulagðar eru eftir hugmyndafræði deilihúsnæðis. Í þessum íbúðum verða sautján fermetra svefnherbergi með sérbaðherbergi en hver íbúð deilir með sér forstofu, eldhúsi, setustofu og alrými.
Helstu magntölur:
- Steypa 6.900 m3
- Jarðvinna 6.000 m3
- Mót 32.000 m2
- Járnbending 680 tonn
Verkkaupi:
- Félagsstofnun stúdenta.
Tímabil:
- Október 2017 – janúar 2020.
Eftirlit með framkvæmd:
- Félagsstofnun stúdenta. Verkefnisstjóri verkkaupa: Magnús Orri Einarsson.
Hönnuðir:
- Yrki arkitektar.
- Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar, VHÁ, burðarþolshönnun.
- Verkfræðistofan Lota, rafmagn, lagnir og brunahönnun.
- Verkfræðistofan Verkís, hljóðvist.
Hlutverk ÍSTAKS:
- Alverktaki. Verkefnisstjóri: Gísli H. Guðmundsson.