Fjör í steypuskálanum

Fjör í steypuskálanum

image_pdfimage_print

Þessa dagana er allt á fullu í steypuskála Ístaks. Helst ber að nefna framleiðslu á ker-einingum fyrir fiskeldi í Grindavík en einnig er unnið að framleiðslu stiga í ýmsum útfærslum fyrir íbúðar- og verslunarhúsnæðið sem er að rísa við Austurbakka.

En þrátt fyrir að sé mikið um að vera tekst starfsmönnum skálans alltaf að finna tíma til að bæta skipulagið á vinnustaðnum, vinnuumhverfið og vinnuandann.
8.ágúst 2018