Framkvæmdir hafnar í Álfsnesi

Framkvæmdir hafnar í Álfsnesi

image_pdfimage_print

Á dögunum gerðu Ístak hf. og SORPA bs. með sér samning um að Ístak byggi gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi. Um er að ræða 12.000 m2 byggingu auk tveggja meltutanka og gastanks. Stöðin mun framleiða metangas og moltu á umhverfisvænan hátt og þannig verður endurnýting á lífrænum úrgangi tryggð. Stöðin mun geta tekið til vinnslu allt að 36.000 tonn af heimilisúr­gangi á ári.


Fyrsta skóflustungan að stöðinni var tekin sl. föstudag við hátíðlega athöfn og eru framkvæmdir nú þegar komnar í gang. Áætlað er að verkinu verði lokið í janúar 2020.

 

 

Helstu magntölur í steypuvinnu eru:
Steinsteypa – 7.700 m3, steypustyrktarjárn – 750 tonn, mótavinna – 30.000 m2.

(21.ágúst 2018)