Golfmót í Grundarfirði

Golfmót í Grundarfirði

image_pdfimage_print

Á haustdögum hélt Ístak, í samstarfi við heimamenn, golfmót á Bárarvelli í Grundarfirði. Fyrirkomulagið var svokallað Texas Scramble og spilaðar 18 holur. Mótið tókst vel og var hið skemmtilegasta.
Skemmst er frá því að segja að heimamenn tóku Ístaksfólk í bakaríið og hirtu öll verðlaun sem í boði voru. Allir skemmtu sér þó vel og aðkomumenn áttu góðan dag í hinum fallega firði.
Í Grundarfirði vinnur Ístak nú að því að byggja nýtt og fullkomið fiskvinnsluhús fyrir G. Run og gengur verkið vel. Stefnt er að því að taka húsið í notkun í byrjun nýs árs.