Heldri Ístaksmenn hittast í hádegismat

Heldri Ístaksmenn hittast í hádegismat

image_pdfimage_print

Fyrsti föstudagur í hverjum mánuði er sannkallaður hátíðisdagur fyrir marga hér í höfuðstöðvum Ístaks, en þá er alla jafna kótilettudagur í mötuneytinu hjá Rósu. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í fyrirtækinu að á þessum dögum mætir hópur heldri manna í hádegismat og borðar saman hjá okkur. Um er að ræða fyrrverandi starfsmenn sem gengt hafa lykilstöðum í fyrirtækinu í áranna rás en eru nú farnir að taka lífinu með meiri ró. Þegar við smelltum af mynd voru þeir félagar Hörður, Gunni, Sævar, Steini, Nenni, Hannes og Allan mættir í mat og átti þá eftir að bætast í hópinn. Það er því góður hópur gamalla félaga á ferli í mötuneytinu þegar kótilettur og tilbehør eru á boðstólum hér í Bugðufljóti.

Heldri Ístaksmenn mættir í kótiletturnar, frá vinstri: Hörður Sigmundsson, Gunnar Sigurbjörnsson, Sævar Kristbjörnsson, Þorsteinn Árnason, Steinar Kristbjörnsson, Hannes Benediktsson og Allan Sveinbjörnsson.