Ingibjörg Birna fær vottun sem „Autodesk Certified Professional in Revit Architecture“

Ingibjörg Birna fær vottun sem „Autodesk Certified Professional in Revit Architecture“

image_pdfimage_print

Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, BIM/VDC þróunarstjóri hjá Ístaki, þreytti á dögunum próf í Danmörku sem veitir henni réttindi sem „Autodesk Certified Professional in Revit Architecture“. Þetta þýðir að Ingibjörg er nú með vottaða yfirgripsmikla sérþekkingu á Revit hugbúnaðinum, en það er BIM-studdur hugbúnaður (BIM stendur fyrir Building Information Modeling) sem notaður er til að búa til upplýsingalíkön af mannvirkjum. Alls þreyttu sex manns prófið, fjórir stóðust það og var Ingibjörg dúxinn í hópnum. Strangar reglur voru í kringum próftökuna og öll hjálpargögn bönnuð, meira að segja skriffæri og reiknivél. Við erum að sjálfsögðu afar stolt af okkar konu sem okkur skilst að sé eini aðilinn á Íslandi með þessi réttindi.
Revit er, eins og áður sagði, BIM studdur hugbúnaður sem er notaður til að búa til upplýsingalíkön í mannvirkjagerð, svokölluð BIM líkön. Þá eru mannvirki teiknuð í 3D og upplýsingum um mannvirkið bætt inn í.  Ístak hóf innleiðingu á BIM í janúar 2017.  Í dag er stór hluti verkefna að nýta sér tækni BIM og segja má að möguleikarnir séu óþrjótandi fyrir vinnustað eins og Ístak. Sem dæmi um verkefni þar sem BIM hefur verið notað með góðum árangri er ný sorpeyðingarstöð í Álfsnesi, Stúdentagarðar við Sæmundargötu, sendiráðið við Engjateig og framkvæmdir við flugstöðina í Keflavík og Brúarvirkjun.

Hjá Ístaki hefur BIM verið notað með góðum árangri. Hér má sjá nýja og fullkomna sorpeyðingarstöð sem nú rís í Álfsnesi.

Stúdentagarðar við Sæmundargötu voru einnig unnir með aðferðarfræði BIM