ÍSTAK byggir skóla í Nuuk

Í gær var
undirritaður samningur á milli ÍSTAKS og NCD í Nuuk um byggingu nýs skóla í
Nuuk á Grænlandi.

Við
erum sérstaklega stolt og ánægð með að hafa landað þessu verkefni en við val á
verktaka var tekið tillit til verðs, útfærslu og rekstrarkostnaðar.
Samningurinn er upp á 615 MDKK og er því einn af stærstu samningum sem að Ístak
hefur tekið að sér. Einnig er þetta stærsti samningur sem að bæjarfélagið Nuuk
hefur sett í verk.

Byggingin
rís við aðalgötuna í Nuuk, við hlið Hótels Hans Egede, en skammt frá eru einnig
aðalverslunarmiðstöð bæjarins og skrifstofur landsstjórnar Grænlands.

Þetta
verður stærsta skólabygging landsins, samtals sextán þúsund fermetrar, og mun
bæði þjóna sem leik- og grunnskóli en jafnframt sem íþrótta- og
menningarmiðstöð á kvöldin og um helgar fyrir bæjarbúa, sem fá aðgang að
svokölluðu hjartarými byggingarinnar og íþróttasal. Verður þetta því bygging
sem mun þjóna öllum bæjarbúum, bæði ungum og öldnum

Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, og Hermann Sigurðsson yfirverkfræðingur Ístaks á verkstað.

Rými verður fyrir 1.200 nemendur í grunnskólanum. Utan skólatíma nýtast húsakynnin sem menningarmiðstöð bæjarbúa.