ÍSTAK reisir hljóðdempandi vegg

ÍSTAK reisir hljóðdempandi vegg

image_pdfimage_print

ÍSTAK reisir hljóðdempandi vegg úr forsteyptum einingum við tengivirki Landsnet í Hamranesi. Veggurinn er framan við spennana við hlið tengivirkisins og er reistur til að draga úr nið sem berst frá þeim. Veggurinn er með steinull á þeirri hlið sem snýr að spennunum sem dempar bæði hávaða og dregur úr endurkasti.

Það er von Landsnets að þessar aðgerðir dugi vel og bæti hljóðvistina á svæðinu til muna en ráðist var í þær í samráði við íbúasamtök á Völlunum og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, í kjölfar samkomulags sumarið 2015 milli þessara aðila um að fjarlægja Hamraneslínur 1 og 2 eigi síðar en í árslok 2018. Byggð í Hafnafirði hefur þróast að línunum á undanförnum árum og voru íbúar á svæðinu ekki sáttir við sambýlið við þær auk þess sem þeir kvörtuðu einnig undan þungum nið frá spennunum við hlið tengivirkisins í Hamranesi.

Eftir ýtarlegar mælingar og greiningu á vandanum var ákveðið að hækka hljóðmönina við tengivirkið um tvo og hálfan metra og byggja hljóðeinangrandi vegg framan við spennana. Sjá frétt Landsnets um verkið.