Höfnin í Nuuk stækkuð

Höfnin í Nuuk stækkuð

image_pdfimage_print

ÍSTAK og Per Aarsleff eru aðalverktakar við verkið: Höfnin í Nuuk stækkuð. Með hafnargerðinni í Nuuk er verið að tvöfalda bryggjupláss og búa til nýja gámahöfn sem á að verða tilbúin í lok árs. Nýja höfnin verður á tveimur eyjum sem tengdar verða landi með uppfyllingu.

Verkfræðistofan Elfa sér um hönnun bygginga, Ramböll um hönnun hafnarmannvirkja og verkfræðistofan Mannvit leigir út starfsmann til verkeftirlits fyrir verkkaupa.

Vonast er til að stækkun hafnarinnar verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga en Stöð 2 fjallaði nýverið um höfnina og tók viðtal við hafnarstjórann Pál Hermannsson en sagði m.a.  „Íslendingar hafa mikla þekkingu í svona verkefnum, í Grænlandi, Færeyjum, Noregi, – svo það er ekkert verið að velja út frá flagginu heldur bara þekkingunni.“

Páll segir einnig í viðtalinu að Nuuk sé miðhöfn Grænlands. Þangað sigla gámaskip til og frá Danmörku og Íslandi með vörur sem fara svo þaðan fara áfram til annarra grænlenskra byggða. Grænlendingar sjá fram á að höfnin skapi ný tækifæri, meðal annars í móttöku skemmtiferðaskipa.