Nýjungar í starfsemi Ístaks, deild Viðhaldsþjónustu

Nýjungar í starfsemi Ístaks, deild Viðhaldsþjónustu

image_pdfimage_print

Ístak hefur sett á laggirnar sér deild viðhaldsþjónustu sem sinnir viðhaldi og endurbótum fasteigna fyrir fagaðila á fasteignamarkaði, stærri fyrirtæki, fasteignafélög, ríki og sveitarfélög. Hvort sem um er að ræða stór, skipulögð viðhaldsverkefni eða tilfallandi verk þá er Ístak traustur samstarfsaðili á sviði viðhalds. Starfsmenn viðhaldsþjónustunnar hafa áralanga reynslu af viðhaldi fasteigna.

Þjónustusamningar

Ístak býður viðskiptavinum upp á viðhaldsþjónustusamninga sem tryggja greiðan aðgang að færum iðnaðarmönnum ásamt verkefnastýringu og umsjón framkvæmda, allt eftir þörfum viðskiptavinarins. Með viðhaldsþjónustusamningi geta viðskiptavinir fengið alla viðhaldsvinnu á einum stað, hvort sem um er að ræða trésmiði, málara, múrara, rafvirkja, pípara eða aðra sérhæfða iðnaðarmenn. Með langtímaviðskiptasamband og gagnsæi að leiðarljósi fara hagsmunir viðskiptavina og Ístaks saman.

Tilboðsverk

Ístak tekur þátt í auglýstum útboðum á viðhaldsmarkaði. Eins býður félagið sérstaklega í stærri verk fyrir viðskiptavini þegar eftir því er óskað.

Sendu okkur fyrirspurn og fáðu nánari upplýsingar um hvernig viðhaldsþjónusta Ístaks getur orðið þér að liði: vidhald@istak.is