Ný vefsíða ÍSTAKS

Ný vefsíða ÍSTAKS

image_pdfimage_print

Ný vefsíða ÍSTAKS hefur nú litið dagsins ljós. Vefsíðunni er ætlað að sýna verk ÍSTAKS, nýjustu fréttir, upplýsa starfsmenn og viðskiptavini um framkvæmdir og margt fleira.

Vefsíðan er skalanleg (e. responsive) sem þýðir að unnt er að opna hana í mismunandi tækjum þ.m.t. í tölvu, snjallsímum og spjaldtölvum og aðlagar www.istak.is sig þar með að skjáplássi tækjanna. Vefsíðan er einnig sett upp með það markmiði að notendur geti nálgast helstu upplýsingar frá forsíðunni og þurfi ekki að leita lengi að upplýsingum heldur nálgist þær með einum smelli.

Vefurinn verður fyrst um sinn á íslensku en verið er að þýða hann yfir á ensku.

Leave a Comment