Rafmagnað ÍSTAK

Rafmagnað ÍSTAK

image_pdfimage_print

ÍSTAK hefur tekið í notkun rafmagnsbílinn Volkswagen e-Golf. Bíllinn er gæddur öllum þeim nútímaþægindum sem bílar hafa nú til dags en er að auki umhverfisvænn.

„Við byrjuðum á að taka einn rafbíl í notkun til að sjá hvernig það hentar starfseminni okkar og erum mjög ánægð með útkomuna. Bíllinn er nettur og þægilegur í akstri og rafmagnið dugar alveg í allt það snatt sem við notum hann í. Þetta er einn af okkar liðum til að hafa góð áhrif á umhverfið okkar og vera umhverfisvæn“, segir Bjarki Þór Iversen, starfsmannastjóri ÍSTAK. Við keyrslu gefa rafbílar engar gróðurhúsalofttegundir frá sér og gefa að jafnaði líka minni hljóðmengun frá sér en venjulegir bílar.

Á höfuðborgarsvæðinu eru nú um sex hleðslustöðvar fyrir rafbíla og fjórar eru á landinu þ.e. Akranesi, Selfossi, Borgarnesi og Reykjanesbæ. Áætlað er að það bætist við fleiri hleðslustöðvar strax í ár og komandi árum og sjá stjórnendur ÍSTAK fram á að með meiri dreifingu hleðslustöðva bætist fleiri rafbílar í bílaflota ÍSTAK.