Samið um breikkun Reykjanesbrautar

Samið um breikkun Reykjanesbrautar

image_pdfimage_print

Þann 3. maí sl. skrifuðu Vegagerðin og Ístak undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar. Samningurinn hljóðar upp á liðlega 2 milljarða og er þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.  Áætluð verklok eru 1. nóvember 2020.

Vegarkaflinn sem um ræðir er 3.2 km langur og liggur á milli Krísuvíkurgatnamóta og kirkjugarðsins í Hafnarfirði. Hluti af verkinu er breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut ásamt gerð umtalsverðra hljóðvarna. Þetta er því bæði stórt og fjölbreytt verkefni sem þegar er komið í gang með uppsetningu vinnubúða og öðrum undirbúningi.

Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni við undirritun samningsins á föstudaginn. MYND: Vegagerðin

 

Reykjanesbrautin eins og hún mun koma til með að líta út. TEIKNING: Vegagerðin