Sterk staða kallar á fleiri starfsmenni

Sterk staða kallar á fleiri starfsmenni

image_pdfimage_print

Einstaklega sterk verkefnastaða er nú hjá ÍSTAKI og er útlit fyrir áframhaldi á því. ÍSTAK er vel í stakk búið fyrir það og er í kortunum að stærri verk komi til útboðs sem munu falla vel undir getu Ístaks.

Hjá ÍSTAKI starfa nú yfir 200 manns og búa þeir yfir mikilli reynslu. Fyrirtaks skipulag er á verkferlum innan Ístak og að auki kemur sterkt bakland að utan sem tryggir það að unnt er að klára verkefni á tilsettum tíma og innan fjárhagsramma. Mjög góð aðstaða er hjá ÍSTAKI fyrir verktaka og starfsmenn og frábærar stoðdeildir. Með aukningu verkefna kemur einnig þörf fyrir fleiri starfsmenn. ÍSTAK er því að leita að fólki í ýmis störf svo sem iðnaðarmenn, verkamenn, tæknimenn og fleiri.

Meðal verkefna sem eru nú í framkvæmd eru: Endurbætur á nýju húsnæði Bandaríska sendiráðsins, viðbygging og endurbætur á Klettaskóla, stækkun Sundhallar Reykjavíkur, stjórnstöð Ísavía, stækkun á norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og breikkun Hringvegar 1 hjá Hellisheiði. En von er á fleiri verkefnum inn á næstu mánuðum, bæði hér heima sem og í útlöndum.<

Unnt er að sækja um störf hjá ÍSTAKI hér

Leave a Comment