Ný skrifstofubygging fyrir Airport Associates

ÍSTAK annast byggingu nýrrar 2600 fermetra skrifstofubyggingar fyrir flugþjónustufyrirtækið Airport Associates. Airport Associates sér um alla þjónustu við farþega- og fraktflugvélar. Svo sem hleðslu flugvéla og annarrar þjónustu á flughlaði, farþegainnritun og flugafgreiðslu.

Nýja byggingin er staðsett við Keflavíkurflugvöll. ÍSTAK er aðalverktaki við bygginguna og byrjaði í ágúst á jarðvinnu og sökklum fyrir bygginguna. ÍSTAK er einnig stýriverktaki á lagnakerfum byggingarinnar sem þýðir að ÍSTAK sér um samskipti og samninga við fyrirtæki sem sjá um lagnakerfin.

Áætluð verklok eru í júní 2017.
SÁÁ

Ný bygging í fertugs afmælisgjöf

Árið 2017 mun SÁÁ fagna 40 ára afmæli sínu. Á afmælisárinu mun það bera hæst að ný meðferðarstöð verður tekin í notkun. ÍSTAK annast nú byggingu þessarar nýju og fullkomnu meðferðarstöðvar fyrir SÁÁ í landi þeirra á Vík á Kjalarnesi.

ÍSTAK er aðalverktaki að nýju byggingunni og sér um alla jarðvinnu, uppsteypu og frágang utanhús á nýju viðbyggingunni. Áætluð verklok að ytra byrði byggingarinnar eru í febrúar 2017

Nýja og sérhannaða meðferðarstöðin fyrir alla eftirmeðferð á vegum samtakanna verður svo tekin í notkun á 40 ára afmæli samtakanna í október sama ár. Á sama tíma verður meðferð hætt á Staðarfelli. En þar hefur hún verið þá í 37 ár eða frá því 1980.

Myndir teknar á vinnusvæðinu

i-karlabyggingu-saa ur-krana-3-saa SÁÁ
Starfsnám hjá ÍSTAKI

Grænlenskir nemendur í starfsnám hjá ÍSTAKI

Í byrjun október hófu tveir nemar frá Grænlandi 6 mánaða starfsnám hjá ÍSTAKI. Nemarnir stunda nám við Greenland School of Minerals & Petroleum. Þeir hefðu undir vanalegum kringumstæðum farið í starfsnám á Grænlandi hjá námuvinnslu- eða byggingafyrirtæki en í ár gafst þeim ekki færi á því.

Jørgen Petersen, 25 ára frá Narsaq, og Jan Olsen, 26 ára frá Nanortalik, hafa báðir lokið tveimur árum við skólann.  En námið krefst þess að þeir fari út á vinnumarkaðinn til að öðlast nýja þekkingu, reynslu og vinnufærni. Vanalega fara nemar úr skólanum í 2 ára starfsnám til bygginga- eða námuvinnslufyrirtækja á Grænlandi. Í ár var það ekki möguleiki og því hafði skólinn samband við ÍSTAK. ÍSTAK starfar við svipuð skilyrði og raunin er á Grænlandi þ.e þar sem er mikið frost, harðir vetrar og vindasamt.

ÍSTAK tók vel í beiðni skólans og hefur nú verið sett upp samstarfsverkefni milli Greenland School of Minerals & Petroleum og ÍSTAKS til reynslu. ÍSTAK sérhæfir sig í vinnu við virkjanir, hafnir, gangnagerð, vegagerð og brúargerð. ÍSTAK er því tilvalinn vettvangur fyrir nema skólans að öðlast reynslu.

Myndir frá skólanum og starfsnáminu
Fjölskyldudagur ÍSTAKS

Fjölskylduhátíð ÍSTAKS

Laugardaginn, 21. maí síðastliðinn, var fjölskylduhátíð ÍSTAKS haldin í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Mosfellsbæ. Hátíðin var einkar vel sótt og skemmtu allir sér konunglega.

Ratleikir, þrautir, leiktæki, svampakast, klifurturn, hoppukastali og fjölskylduskíði voru meðal afþreyinga sem fjölskyldur tóku þátt í. Flugvélar frá Flugklúbbi Mosfellsbæjar flugu yfir svæðið og dreifðu karamellum og að sjálfsögðu voru líka sumarlegar veitingar eins og grillaðar pylsur og sykurpúðar á boðstólum.
Nýjar gröfur auka framleiðni

ÍSTAK tók nýverið í notkun þrjár nýjar gröfur. Um er að ræða Volvo EC380EL (38-39 tonna) beltagröfu, Volvo EW160E (17-18 tonna) hjólagröfu og Volvo ECR25D mínígröfu. Með þessum kaupum uppfærði ÍSTAK gröfuflotann sinn en í fyrra voru fjórar eldri vélar seldar.

ÍSTAK keypti gröfurnar frá Brimborg og voru þær settar saman eftir óskum ÍSTAKS. Þær eru sum sé með búnaði sem henta þeim aðstæðum sem ÍSTAK starfar í. Þar með eru þær allar ríkulega búnar með öllum þeim aukabúnaði sem þörf er á sem og vinnulýsingu.

„Við völdum Volvo vélarnar því þær eru hagkvæmar í rekstri og eyðslugrannar, að auki eru þær líka umhverfisvænar þar sem þær eru með góðum hreinsibúnaði á útblástri. Aðstaðan fyrir tæknistjóra er mjög góð og er olíumiðstöð til staðar til að halda húsi tækjastjóra heitu án þess að vélin sé í gangi að óþörfu“, segir Dagbjartur Sveinsson, innkaupafulltrúi hjá ÍSTAKI. Nýju gröfurnar munu styrkja enn frekar framleiðni og framleiðslu hjá ÍSTAKI þar sem t.a.m. verður minna um vinnutímatap vegna viðhalds véla.

Gröfurnar eru nú þegar komnar í notkun en beltagrafan verður notuð í sjólögn við Borgarnes til að byrja með, hjólagrafan í Mosfellsbæ og svo fer hún í Reykjanesið vegna stækkunar Leifsstöðvar og mínígrafan er komin í vinnu við stækkun Klettaskóla.
Volkswagen e-golf

Rafmagnað ÍSTAK

ÍSTAK hefur tekið í notkun rafmagnsbílinn Volkswagen e-Golf. Bíllinn er gæddur öllum þeim nútímaþægindum sem bílar hafa nú til dags en er að auki umhverfisvænn.

„Við byrjuðum á að taka einn rafbíl í notkun til að sjá hvernig það hentar starfseminni okkar og erum mjög ánægð með útkomuna. Bíllinn er nettur og þægilegur í akstri og rafmagnið dugar alveg í allt það snatt sem við notum hann í. Þetta er einn af okkar liðum til að hafa góð áhrif á umhverfið okkar og vera umhverfisvæn“, segir Bjarki Þór Iversen, starfsmannastjóri ÍSTAK. Við keyrslu gefa rafbílar engar gróðurhúsalofttegundir frá sér og gefa að jafnaði líka minni hljóðmengun frá sér en venjulegir bílar.

Á höfuðborgarsvæðinu eru nú um sex hleðslustöðvar fyrir rafbíla og fjórar eru á landinu þ.e. Akranesi, Selfossi, Borgarnesi og Reykjanesbæ. Áætlað er að það bætist við fleiri hleðslustöðvar strax í ár og komandi árum og sjá stjórnendur ÍSTAK fram á að með meiri dreifingu hleðslustöðva bætist fleiri rafbílar í bílaflota ÍSTAK.
ÍSTAK reisir hljóðdempandi

ÍSTAK reisir hljóðdempandi vegg

ÍSTAK reisir hljóðdempandi vegg úr forsteyptum einingum við tengivirki Landsnet í Hamranesi. Veggurinn er framan við spennana við hlið tengivirkisins og er reistur til að draga úr nið sem berst frá þeim. Veggurinn er með steinull á þeirri hlið sem snýr að spennunum sem dempar bæði hávaða og dregur úr endurkasti.

Það er von Landsnets að þessar aðgerðir dugi vel og bæti hljóðvistina á svæðinu til muna en ráðist var í þær í samráði við íbúasamtök á Völlunum og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, í kjölfar samkomulags sumarið 2015 milli þessara aðila um að fjarlægja Hamraneslínur 1 og 2 eigi síðar en í árslok 2018. Byggð í Hafnafirði hefur þróast að línunum á undanförnum árum og voru íbúar á svæðinu ekki sáttir við sambýlið við þær auk þess sem þeir kvörtuðu einnig undan þungum nið frá spennunum við hlið tengivirkisins í Hamranesi.

Eftir ýtarlegar mælingar og greiningu á vandanum var ákveðið að hækka hljóðmönina við tengivirkið um tvo og hálfan metra og byggja hljóðeinangrandi vegg framan við spennana. Sjá frétt Landsnets um verkið.
Flugtöð Leifs Eiríkssonar

Verður 9000 fermetrum stærri

ÍSTAK annast stækkunina á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Til að mæta stór­aukn­um straumi ferðamanna til lands­ins eru ferns kon­ar stór­ar fram­kvæmd­ir í gangi vegna stækk­un­ar Flug­stöðvarinnar. Í sum­ar verður flug­stöðin um 9 þúsund fer­metr­um stærri en hún var í byrj­un sum­ars 2015.

Morgunblaðið fjallaði nýverið um stækkunina á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og setti hana einnig fram á myndrænan máta.

Um er að ræða:

  • Stækk­un suður­bygg­ing­ar til vest­urs – Þar sem um ræðir 5.000 fermetra byggingu sem bætir við sex nýjum rútu­hliðum, svo­kallaða þriðju landa leit sem er vopna­leit fyr­ir farþega sem koma frá lönd­um þar sem er ekki samn­ing­ur um vopna­leit. Þeir þurfa því að fara í gegn­um leit við lend­ingu. Að auki stækk­ar al­mennt svæði fyr­ir skiptif­arþega í suður­bygg­ingu og einnig sal­erni.
  • Stækk­un á far­ang­urs­flokk­un­ar­sal – Framkvæmdir vegna 3.000 fer­metra stækk­un­ar á far­ang­urs­flokk­un­ar­sals. Til­gang­ur­inn er meðal ann­ars sá að flug­völl­ur­inn geti tekið á móti breiðþotum sem not­ast við far­ang­urs­gáma.
  • Stækk­un á komu­sal – Komu­sal­ur var stækkaður um rúma 800 fer­metra á síðasta ári og verður stækkaður um aðra 800 fer­metra í ár. Tösku­færi­band var lengt og svæðið stækkað bæði inn­an við og utan við toll­gæslu
  • Stækk­un suður­bygg­ing­ar til norðurs – Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir við stækk­un suður­bygg­ing­ar til norðurs. Bygg­ing­in verður 7.000 fer­metr­ar á þrem­ur hæðum.

Samkvæmt Isavía mun stækkun á landamærasal tvö­falda af­köst yfir landa­mær­in til að mæta fjölg­un farþega á síðustu árum. Sér í lagi fjölg­un á skiptif­arþegum og um­ferð frá Norður-Am­er­íku og Bretlandi auk þess sem versl­un­ar- og veit­inga­svæði á 1. hæð verður mun stærra með biðsvæði fyr­ir rúm­lega 1.000 farþega til viðbót­ar við nú­ver­andi rými. Einnig er verið að skoða kosti þess að stækka og fjölga biðstof­um á flug­vell­in­um.

Stækk­un­in, sem Ístak fram­kvæm­ir, verður tek­in í notk­un árið 2017

Unnt er að lesa alla greinina um stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hér.
Ný vefsíða ÍSTAKS

Ný vefsíða ÍSTAKS hefur nú litið dagsins ljós. Vefsíðunni er ætlað að sýna verk ÍSTAKS, nýjustu fréttir, upplýsa starfsmenn og viðskiptavini um framkvæmdir og margt fleira.

Vefsíðan er skalanleg (e. responsive) sem þýðir að unnt er að opna hana í mismunandi tækjum þ.m.t. í tölvu, snjallsímum og spjaldtölvum og aðlagar www.istak.is sig þar með að skjáplássi tækjanna. Vefsíðan er einnig sett upp með það markmiði að notendur geti nálgast helstu upplýsingar frá forsíðunni og þurfi ekki að leita lengi að upplýsingum heldur nálgist þær með einum smelli.

Vefurinn verður fyrst um sinn á íslensku en verið er að þýða hann yfir á ensku.
Sterk staða kallar á fleiri starfsmenni

Einstaklega sterk verkefnastaða er nú hjá ÍSTAKI og er útlit fyrir áframhaldi á því. ÍSTAK er vel í stakk búið fyrir það og er í kortunum að stærri verk komi til útboðs sem munu falla vel undir getu Ístaks.

Hjá ÍSTAKI starfa nú yfir 200 manns og búa þeir yfir mikilli reynslu. Fyrirtaks skipulag er á verkferlum innan Ístak og að auki kemur sterkt bakland að utan sem tryggir það að unnt er að klára verkefni á tilsettum tíma og innan fjárhagsramma. Mjög góð aðstaða er hjá ÍSTAKI fyrir verktaka og starfsmenn og frábærar stoðdeildir. Með aukningu verkefna kemur einnig þörf fyrir fleiri starfsmenn. ÍSTAK er því að leita að fólki í ýmis störf svo sem iðnaðarmenn, verkamenn, tæknimenn og fleiri.

Meðal verkefna sem eru nú í framkvæmd eru: Endurbætur á nýju húsnæði Bandaríska sendiráðsins, viðbygging og endurbætur á Klettaskóla, stækkun Sundhallar Reykjavíkur, stjórnstöð Ísavía, stækkun á norðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og breikkun Hringvegar 1 hjá Hellisheiði. En von er á fleiri verkefnum inn á næstu mánuðum, bæði hér heima sem og í útlöndum.<

Unnt er að sækja um störf hjá ÍSTAKI hér