Þrívíddar prentun

Þrívíddar prentun

image_pdfimage_print

Í vélsmiðju Ístaks er fengist við mörg mismunandi og skemmtileg verkefni. Verkstjórinn í smiðjunni Erling Jónsson er 73 ára gamall en framar flestum í innleiðingu nýrrar tækni.
Á dögunum var eitt af verkefnum smiðjunnar að smíða 120 stk. af plastmillileggjum sem hefði tekið langan tíma að smíða í höndum. Erling ákvað að þarna mætti spara tíma og mannskap og mætti með 3D prentarann sinn í vinnuna sem hann lét svo prenta þessi 120 stk. úr plasti. Slíkir prentarar eru sannarlega framtíðin í framleiðslu á hlutum eins og þessum og Erling auðvitað með puttana á púlsinum.