Verður 9000 fermetrum stærri

Verður 9000 fermetrum stærri

image_pdfimage_print

ÍSTAK annast stækkunina á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Til að mæta stór­aukn­um straumi ferðamanna til lands­ins eru ferns kon­ar stór­ar fram­kvæmd­ir í gangi vegna stækk­un­ar Flug­stöðvarinnar. Í sum­ar verður flug­stöðin um 9 þúsund fer­metr­um stærri en hún var í byrj­un sum­ars 2015.

Morgunblaðið fjallaði nýverið um stækkunina á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og setti hana einnig fram á myndrænan máta.

Um er að ræða:

  • Stækk­un suður­bygg­ing­ar til vest­urs – Þar sem um ræðir 5.000 fermetra byggingu sem bætir við sex nýjum rútu­hliðum, svo­kallaða þriðju landa leit sem er vopna­leit fyr­ir farþega sem koma frá lönd­um þar sem er ekki samn­ing­ur um vopna­leit. Þeir þurfa því að fara í gegn­um leit við lend­ingu. Að auki stækk­ar al­mennt svæði fyr­ir skiptif­arþega í suður­bygg­ingu og einnig sal­erni.
  • Stækk­un á far­ang­urs­flokk­un­ar­sal – Framkvæmdir vegna 3.000 fer­metra stækk­un­ar á far­ang­urs­flokk­un­ar­sals. Til­gang­ur­inn er meðal ann­ars sá að flug­völl­ur­inn geti tekið á móti breiðþotum sem not­ast við far­ang­urs­gáma.
  • Stækk­un á komu­sal – Komu­sal­ur var stækkaður um rúma 800 fer­metra á síðasta ári og verður stækkaður um aðra 800 fer­metra í ár. Tösku­færi­band var lengt og svæðið stækkað bæði inn­an við og utan við toll­gæslu
  • Stækk­un suður­bygg­ing­ar til norðurs – Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir við stækk­un suður­bygg­ing­ar til norðurs. Bygg­ing­in verður 7.000 fer­metr­ar á þrem­ur hæðum.

Samkvæmt Isavía mun stækkun á landamærasal tvö­falda af­köst yfir landa­mær­in til að mæta fjölg­un farþega á síðustu árum. Sér í lagi fjölg­un á skiptif­arþegum og um­ferð frá Norður-Am­er­íku og Bretlandi auk þess sem versl­un­ar- og veit­inga­svæði á 1. hæð verður mun stærra með biðsvæði fyr­ir rúm­lega 1.000 farþega til viðbót­ar við nú­ver­andi rými. Einnig er verið að skoða kosti þess að stækka og fjölga biðstof­um á flug­vell­in­um.

Stækk­un­in, sem Ístak fram­kvæm­ir, verður tek­in í notk­un árið 2017

Unnt er að lesa alla greinina um stækkun á Flugstöð Leifs Eiríkssonar hér.