ÍSTAK - Framkvæmdir í fyrirrúmi

Leita

Búðarhálsvirkjun

Búðarhálsvirkjun

CategoryEldri verk
Investor Name:
Published Date:
January 1, 1970
Location:
Value:
Architecture:
Protocol

Verkefnið – Búðarhálsvirkjun – er hefðbundin 95 MW vatnsaflsvirkjun og snýst um að virkja fall Tungnaár og Köldukvíslar milli Hrauneyja og Sultartanga. Kaldakvísl og Sporðöldukvísl verða stíflaðar austan Búðarháls og vatni veitt um göng gegnum Búðarháls að stöðvarhúsi vestan til í hálsinum og þaðan út í Sultartangalón. Virkjunin mun nýta 40 metra fallhæð og er framleiðslugeta hennar 585 gígavattsstundir/ári. Þrír verksamningar eru fyrir verkið. Einn fyrir stíflugerð, annar fyrir jarðgöng og sá þriðji fyrir stöðvarhús. Innifalið í samningunum er vegagerð, bráðabirgðaráðstafanir og annað tilfallandi. Samningsskilmálar verks eru FIDIC og er mesti fjöldi starfsmanna sem komu að verki, á vegum verktaka, 280 manns.

Helstu magntölur:

 • Steypa: 63.000 m3
 • Járnabending: 2.853.000 kílógrömm
 • Jarðgöng: 4.0000 m
 • Fyllingar í stíflur: 744.000 m3
 • Aðrar fyllingar: 57.000 m3
 • Sprengingar: 420.000 m3
 • Laus gröftur: 610.000 m3
 • Trefjar í sprautusteypu: 960.000 kílógrömm

Verkkaupi:

 • Landsvirkjun

Tímabil:

 • Október 2010 – janúar 2014

Hönnuðir:

 • Arkitektastofan
 • Burðarþol: Efla
 • Vélbúnaður: Verkís

Hlutverk ÍSTAKS:

 • Aðalverktaki