ÍSTAK - Framkvæmdir í fyrirrúmi

Leita

FLE Stækkun Norðurbyggingar til vesturs

FLE Stækkun Norðurbyggingar til vesturs

CategoryEldri verk
Investor Name:
Published Date:
January 1, 1970
Location:
Value:
Architecture:
Protocol

Verkið – Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Norðurbygging – er áfangi í u.þ.b. 4300 fermetra stækkun norðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og snýr annars vegar að viðbyggingu til suðvesturs fyrir starfsmannahlið, vörumótttöku og stækkun farangursflokkara brottfarar farþega og hinsvegar að viðbyggingu til suðausturs sem hýsir komufæribönd. Breyta þarf aðkomu brottfararumferðar að inngangi flugstöðvarinnar og rífa vegg sem skilur að núverandi þjónustuinngang og brottfararumferð.

Viðbygging til suðvesturs verður að hluta til á tveimur hæðum með staðsteyptum undirstöðum og botnplötu. Húsið verður stálgrindarhús klætt með yleiningum (samlokueiningar). Innveggir verða byggðir úr blikkstoðum, eldvarnarspónaplötum og efni sem þolir mikinn ágang. Kerfisloft er í vopnaleitarrými, kaffistofum, salernum og skrifstofum. Byggingin mun verða fullloftræst, með góðri hljóðeinangrun og frágengin með slitsterkum efnum.
Viðbygging til suðausturs verður á einni hæð með staðsteyptum undirstöðum, núverandi flughlað verður nýtt sem botnplata. Húsið verður stálgrindarhús klætt með yleiningum (samlokueiningar).

Helstu magntölur:

 • Uppgröftur: 1 3.300 m3
 • Fyllingar: 10.000 m3
 • Mótafletir: 2.510 fermetrar
 • Járnabending: 79.000 kílógrömm
 • Steypa: 1.300 m3
 • Stálvirki: 308.000 kílógrömm
 • Samlokueiningar í þak og veggi: 6.900 fermetrar
 • Gifsveggir: 2.560 fermetrar
 • Malbikað plan: 3.900 fermetrar

Verkkaupi:

 • Isavia

Tímabil:

 • September 2015 – júní 2016

Hönnuðir:

 • Teikn Arkitektaþjónusta
 • Burðarþol: Verkís

Hlutverk ÍSTAKS:

 • Aðalverktaki