ÍSTAK - Framkvæmdir í fyrirrúmi

Leita

Vegagerð á Hellisheiði

Vegagerð á Hellisheiði

CategoryEldri verk
portfolio
Investor Name:
Published Date:
January 1, 1970
Location:
Value:
Architecture:
Protocol

Verkið – Vegagerð á Hellisheiði – felst í breikkun Hringvegar á 14,8 km kafla um Hellisheiði, frá Hamargilsvegamótum að hringtorgi við Hveragerði og gerð 1,8 km langs vegar, Skíðaskálavegar, frá Hamragilsvegi að skíðaskála í Hveradölum. Innifalið í verkinu er lögn fernra undirganga úr stálplötum á Hringvegi og steyptur stokkur yfir lagnir Orkuveitu Reykjavíkur á Skíðaskálavegi.; Vegurinn verður að framkvæmdum loknum 2+1 vegur yfir heiðina, 2+2 vegur í Kömbunum eða fjórar akreinar. Vegurinn verður með aðskildum akstursreinum alla leið, með miðjuvegriði.

Helstu magntölur:

 • Fyllingar: 150.000 m3
 • Burðarlög: 41.000 m3
 • Sementfest burðarlag: 110.000 fermetrar
 • Stungumalbik: 172.000 fermetrar
 • Tvöföld klæðning: 13.000 fermetrar
 • Frágangur fláa: 200.000 fermetrar
 • Frágangur svæða: 200.000 fermetrar
 • Víravegrið: 16.0000 metrar
 • Lögn stálplöturæsa: 230 metrar

Verkkaupi

 • Vegagerðin
 • Orkuveita Reykjavíkur
 • Gagnaveitan

Tímabil:

 • Ágúst 2013 – nóvember 2015

Hönnuðir:

 • Veghönnun: Vegagerðin
 • Hönnun ræsa: Verkís

Hlutverk ÍSTAKS:

 • Aðalverktaki