Undirgöng við Aðaltún
Investor Name:
Published Date:
Location:
Value:
Architecture:
Protocol
Verkið – Undirgöng við Aðaltún – felst í gerð nýrra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún í Mosfellsbæ, gerð tengistíga við núverandi stígakerfi, niðurbroti núverandi undirganga, auk færslu eða breytinga á núverandi veitum og lagningu nýrra veitna. Veita skal læk sem rennur í ræsum undir botni núverandi ganga inn í steinsteyptan farveg í nýju göngunum. Gera skal nýjan lækjarfarveg úr jarðefnum og tengja núverandi lækjarfarveg við farveg í nýjum göngum. Hlaða skal bakkar nýs lækjarfarvegs úr grjóti, ganga frá yfirborði umhverfis undirgögn með þökulögn/grassáningu og planta trjágróðri.
Samhliða jarðvinnu undirganga skal grafa ofan af núverandi veitum austan ganganna og færa þær í nýja veituskurði – ýmist af verktaka eða veitufyrirtækjunum. Gert er ráð fyrir að verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur grafi ofan af og frá öllum lögnum Orkuveitunnar og Mílu.
Sólarhringsumferð á Vesturlandsvegi er í dag um 20 þúsund bílar. Áður en Vesturlandsvegur er rofinn skal byggja framhjáhlaup fyrir bílaumferð með undirgöngum fyrir hjólandi og gangandi umferð.
Helstu magntölur:
- Uppgröftur og endurfylling: 3.550 m3
- Losun klappar: 1.050 m3
- Aðflutt fylling: 4.100 m3
- Malbik: 2.800 m2
- Steypa: 165 m3
- Steypa í forsteyptar einingar: 105 m3
Verkkaupi:
- Vegagerðin
- Mosfellsbær
- Orkuveita Reykjavíkur
Tímabil:
- Maí 2015 – október 2015
Hönnuðir:
- Kanon arkitektar
- Landmótun
- VSÓ Ráðgjöf
Hlutverk ÍSTAKS:
- Aðalverktaki