Verksmiðjuhús Algaennovation á Hellisheiði vígt.

Þann
24. september var nýtt verksmiðjuhús Algaennovation á Hellisheiði vígt að
viðstöddu fjölmenni en Ístak sá um byggingu hússins.

Um ræðuhöld sáu þeir Ohad Bahan stjórnarformaður Algaeennovation, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss og fleiri.
Verksmiðjan er einstaklega vistvæn og skilur ekki eftir sig neitt kolefnisspor. Þar eru framleiddir örþörungar (Micro-Algae Production)  sem seldir eru í fiskeldi við Miðjarðarhafið, a.m.k. fyrst um sinn.