Umhverfisstefna Ístaks

Það er stefna Ístaks að umgangast náttúruna með virðingu og valda ekki meira álagi á vistkerfi, einstaka dýrategundir eða nánasta umhverfi en er heimilað og fyrirséð vegna framkvæmdar einstakra verkefna.

Þessum árangri hyggjumst við ná með því að:

· Kynna starfsmönnum Ístaks reglur er gilda um umhverfismál og ábyrga umhverfishegðun. · Kynna starfsmönnum verka sem hafa farið í gegnum umhverfismat innihald þess. · Kynna starfsmönnum verka sem ekki hafa farið í gegnum umhverfismat um vernduð svæði, náttúruminjar eða annað í umhverfinu sem getur skaðast vegna starfsemi verksins. · Skipuleggja innkaup þannig að þau valdi sem minnstu álagi á umhverfið · Flokka úrgang frá vinnustöðum og höfuðstöðvum, samkvæmt flokkunarreglum viðkomandi sveitafélags. · Nota endurnýjanlega orkugjafa þegar því verður við komið.

Ístak hefur sett sér eftirtalin markmið til að framfylgja umhverfisstefnunni:

· Starfsmenn hljóti fræðslu vegna vinnutengdra umhverfismálefna. · Vinnu verði hagað þannig að hún samræmist umhverfismati þegar það liggur fyrir. · Vinnu verði hagað þannig að náttúruminjar eða lífríki skaðist ekki. · Að kaupa umhverfisvottuð efni og draga úr notkun efna sem stuðla að mengun jarðar þegar þess er kostur. · Að huga að við innkaup endurnotkun efna og efni sem keypt eru sé hægt að endurvinna. · Að auka endurvinnslu og endurnotkun efna frá verkstöðum og að draga þannig úr magni úrgangs. · Að forðast að fá ekki athugasemd vegna umhverfismála frá opinberum aðilum.