18.01.24

Endurmeta vinnu við varnargarða

Vinna við varn­argarða í Grinda­vík ligg­ur niðri á meðan verið er að end­ur­meta stöðuna. Hjálm­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri mann­virkja seg­ir að mæl­ing­ar hafi staðið yfir í gær enda hafi land breyst við jarðeld­ana norðan við Grinda­vík­ur­bæ. Hraun­flæðilíkön eru ekki gild leng­ur vegna breyt­ing­anna. Út úr þeirri vinnu mun koma ein­hver niðurstaða sem hann reikn­ar með að verði lögð fyr­ir yf­ir­völd til samþykkt­ar. 

 

Landið mikið sprungið og kvika ligg­ur grunnt 

 

Land í Grinda­vík­ur­bæ er mikið sprungið, kvika ligg­ur grunnt í suðurenda kviku­gangs­ins og virðist eiga auðvelt með að kom­ast upp á yf­ir­borðið. Áfram eru lík­ur á að nýj­ar gossprung­ur opn­ist án fyr­ir­vara sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands. Þá staf­ar áfram hætta af sprung­um inn­an Grinda­vík­ur og að jarðveg­ur hrynji ofan í þær. 

 

Mikl­ar hreyf­ing­ar hafa átt sér stað í tengsl­um við sigdal­inn í aust­ur­hluta bæj­ar­ins sem urðu að mestu leyti á þeim sprung­um sem mynduðust 10. nóv­em­ber og þegar höfðu verið kortlagðar. Kviku­söfn­un­in held­ur áfram und­ir Svartsengi. 

 

Einn og hálf­ur metri hrauns yfir mik­il­væg­an brunn 

Seg­ir Hjálm­ur að verk­tak­ar hafi í staðinn verið að vinna í stofn­lögn kalda vatns­ins inn í Grinda­vík en einn og hálf­ur metri af hrauni fór yfir mik­il­væg­an brunn við Grinda­vík­ur­veg rétt sunn­an við varn­argarðinn við Grinda­vík og starfs­menn vinni við að moka því í burtu. Seg­ir hann það ekki sér­lega stórt verk en það taki tíma þegar unnið er með heitt hraun. 

 

Þá seg­ir Hjálm­ur að fram­kvæmd­ir standi yfir við nýj­an veg við Bláa lónið. Til að varn­argarður­inn við Svartsengi virki þarf að loka skörðum og þá þarf nýja aðkomu­leið. 

 

Þetta sé eini veg­ur­innn niður í Grinda­vík. Verið sé að leggja nýj­an veg frá svæðinu við varn­argarðana aust­ast og inn á Bláa lóns-veg­inn aft­ur vest­an við lónið. Að öðru leyti seg­ir Hjálm­ur Sig­urðsson að nú bíði verk­tak­ar við varn­argarðana eft­ir því hvaða stefna verði tek­in í fram­kvæmd­um við þá.