Viðhaldsþjónusta

Fagmennska og reynsla

Viðhaldsþjónusta Ístaks sérhæfir sig í viðhaldi og endurbótum fasteigna fyrir fagaðila á fasteignamarkaði s.s. fyrirtæki, fasteigna- og leigufélög, stofnanir og sveitarfélög. Hvort sem um er að ræða stór og skipulögð viðhaldsverkefni eða tilfallandi verk þá er Ístak traustur samstarfsaðili á sviði viðhalds. Starfsmenn viðhaldsþjónustunnar hafa áralanga reynslu af viðhaldi fasteigna.

Viðhaldsþjónusta Ístaks býður viðskiptavinum upp á þjónustusamninga sem tryggja greiðan aðgang að færum iðnaðarmönnum ásamt verkefnastýringu og umsjón framkvæmda - allt eftir þörfum viðskiptavinarins.

Viðgerðir vegna rakaskemmda og myglu

Viðhaldsþjónusta Ístaks hefur meðal annars sérhæft sig í viðgerðum vegna rakaskemmda og myglu. Mörg viðhaldsverkefni eru tilkomin vegna gruns um að mygla hafi tekið sér bólfestu í húsnæði. Slík verkefni þarf að nálgast með réttum hætti og hefur deildin því komið sér upp þekkingu og búnaði til að fást við rakaskemmdir og myglu þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.​

Tengiliður
Hermann Guðmundsson
Verkefnastjóri viðhaldsþjónustu