Vélsmiðja

Fjölbreytt þjónusta

Vélsmiðja Ístaks þjónar breiðum hópi viðskiptavina með allt sem snýr að nýsmíði, viðhaldi og uppsetningu á stáli, áli og ryðfríu stáli. Viðskiptavinir okkar spanna allan skalann, allt frá stórfyrirtækjum í iðnaði og orkuvinnslu til minnstu smáfyrirtækja. Dæmi um verkefni eru uppsetning á vélbúnaði og uppsetning á stálgrindum ásamt málmsmíði af öllum stærðum og gerðum. Einnig erum við með stóran sandblástursklefa og málningarverkstæði sem stenst gæðakröfur kröfuhörðustu verkkaupa.

Reynsla og þekking

Hjá okkur starfar reynslumikill hópur fagmanna með fjölbreyttan bakgrunn. Smiðjan starfar eftir vottuðum suðuferlum og suðumenn eru með vottuð hæfnispróf. Í smiðjunni starfa einnig reyndir tæknimenn sem sjá um að útbúa þrívíð módel og smíðateikningar af öllum helstu verkefnum sem fara í gegnum smiðjuna.

Tengiliður
Helgi Ólafsson
Rekstrarstjóri