BIM upplýsingatækni

Framsýni og nákvæmni

BIM er skammstöfun fyrir enska hugtakið Building Information Modelling sem á íslensku hefur verið þýtt sem upplýsingalíkön. Í BIM ferli er hugsunin sú að byggja stafrænt ásamt því að auka gæði gagna og auka aðgengi að þeim. BIM er byggt upp á og styðst við þrívídd sem eykur áreiðanleika upplýsinga miðað við hefðbundin tvívíð gögn. Með því að styðjast við BIM og önnur stafræn verkfæri er mögulegt að hagræða og betrumbæta ýmsa verkferla sem unnir eru í ferli framkvæmda. Með BIM og öðrum stafrænum verkfærðum næst fram:

  • Auðveldari og nákvæmari magntaka
  • Aukin rýni á hönnunargögnum með árekstrargreiningum
  • Einfaldari samræming á milli hönnunar og framleiðslu sem einnig minnkar áhættu
  • Hagræðing í framleiðslu járnbendingar með stafrænni járnbendingu og vélum sem klippa og beygja járnin
  • Aukið aðgengi að verkgögnum í gegnum verkefnavefi og skýjalausnir með áherslu á skilvirk samskipti í verkefnum

Reynsla og þekking

Hjá Ístaki starfar öflugt BIM/VDC þróunarteymi sem samanstendur af sérfræðingum með ólíkan bakgrunn og sérþekkingu. Tilgangur teymisins er að þjóna verkum og deildum fyrirtækisins með sérhæfðri þjónustu BIM og annarri upplýsingatækni með það að markmiði að skapa virði fyrir verkefnin og auka ánægju viðskiptavina okkar.

Tengiliður
Ingibjörg Birna Kjartansdóttir
Þróunarstjóri BIM upplýsingatækni

Stoltur verktaki í hálfa öld

Sjá öll verkefni

Spila myndband