
Við hjá Ístaki erum stolt af því að ganga til samninga við Betri Samgöngur, ásamt systurfélagi Ístaks Per Aarsleff A/S, um eitt af stærstu og glæsilegustu samgöngumannvirkjum næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu, byggingu Fossvogsbrúar sem mun tengja Kópavog um Kársnes við Reykjavík Vestan Nauthólsvíkur.
Þetta 270 metra langa brúarmannvirki verður mikilvægur liður í uppbyggingu Borgarlínu, þar sem markmiðið er að bæta samskipti milli hverfa, stytta ferðatíma og styrkja sjálfbærar samgöngur. Auk akreina fyrir Borgarlínu og forgangsumferðar, verður aðskilin hjólabraut og göngubraut á brúnni.
Verkfræðileg heildarlausn – sameiginlegur styrkur Aarsleff og Ístaks
Til að tryggja nákvæmni og gæði verður stálvirki brúarinnar reist í heild sinni á bráðabirgðaundirstöðum á vegum framleiðanda í Pólandi áður en stálvirkið verður flutt með skipi á endanlegan stað og híft upp á á brúarstöplana í Fossvoginum.
„Verkefni sem endurspeglar styrkleika okkar“
„Fossvogsbrú er verkefni sem hentar okkur fullkomlega. Ístak kemur með sterka staðarþekkingu- og mikla framkvæmdareynslu, og Aarsleff kemur með alþjóðlega sérfræðiþekkingu í stórum sjóvinnuverkefnum. ”Joint Venture”-samstarfið skilar okkur sameiginlegum styrk sem nýtist beint í svona flóknu verkefni.“
– Thomas Kofod Bentsen, Per Aarsleff A/S
Framundan er metnaðarfullt verk – Afhending sumarið 2028
Samningurinn við Betri samgöngur, er metinn á um 7,6 milljarða var undirritaður 20.nóvember 2025. Undirbúningsvinna er þegar komin í gang og við hlökkum til að hefjast handa.
Við hjá Ístaki erum spennt að leggja okkur fram við að skapa öruggari, skilvirkari og nútímalegri samgöngur fyrir íbúa og gesti Höfuðborgarsvæðisins – og taka þátt í að móta framtíð Höfuðborgarsvæðisins.