07.11.23

Gamli hornsteinninn á Sögu fannst í dag

Það er ekki á hverjum degi sem okkur hjá Ístak líður eins og Indiana Jones en í dag var svoleiðis dagur á Hótel Sögu.  

 

Í maí fundum við forlátan silfurplatta sem vísaði á hornsteininn en líklega eru mörg ár síðan hann hékk á veggnum þar sem hornsteinninn var innmúraður. Síðan þá höfum við haft augun opin fyrir hornsteininum sjálfum en enginn hafði vitneskju um staðsetninguna, jafnvel þó leitað hafi verið til elstu manna. 

 

Við rif á lyftum og breytingar á lyftuhúsi í dag fannst svo járnhylki sem við skárum upp og í því fundust þessi leyndardómsfullu skjöl sem legið hafa ósnert í rúm 62 ár. Það vildi svo skemmtilega til að skjölin bárust okkur á miðjum verkfundi með fulltrúa verkkaupa og eftirlits og var þeim afhentur fjársjóðurinn til varðveislu.

https://istak.viska.io
Í hylkinu voru tvö blöð, líklega skrifuð á vaxpappír, og ekki að sjá að þau væru yfir 60 ára gömul.