28.10.25

Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2025

Ístak er á meðal 2,6% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og telst því Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2025.  

 

Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár.  

 

Þessi viðurkenning er staðfesting á fagmennsku, áreiðanleika og traustri starfsemi Ístaks. 

 

Við þökkum starfsfólki okkar og samstarfsaðilum fyrir framlag þeirra til árangursins, án ykkar væri þetta ekki mögulegt.