ÍSTAK er á meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og telst því Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2022. ÍSTAK hefur verið á listanum siðan 2019.
Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár.
Við erum stolt af þessari viðurkenningu og við þökkum viðskiptavinum og okkar frábæra starfsfólki þennan árangur.