27.11.25

Ístak fagnar 55 ára afmæli

Ístak fagnaði 55 ára afmæli sínu í Hörpu 20. nóvember síðastliðinn og erum við virkilega glöð með hversu vel kvöldið tókst.  

 

Við frumsýndum tvær nýjar heimildamyndir sem sýna vinnu og verkefni síðustu fimm ára, annars vegar um Varnargarðana og Svartsengi og hins vegar fá Hótel Saga og Edda - hús íslenskra fræða að vera í aðalhlutverki. 

 

Við tókum á móti fjölda gesta sem gerðu kvöldið eftirminnilegt. 

Við erum afar þakklát fyrir frábæra mætingu, hlý orð og samstarfið í gegnum árin. Takk fyrir að fagna með okkur! 

 

Hér hafið þið hlekk á heimildamyndirnar - Heimildamyndir