Klæðningin á skólanum er einstaklega lífleg og falleg, enda mikil hugmyndafræði á bakvið hana. Hönnunin á klæðningunni sem KHR Architect eiga heiðurinn af er afrakstur könnunarferlis, bæði hugmyndalega, skapandi og tæknilega. Þar sem samspil landslags, grænlenskra hefða, litríkra bygginga landsins og dýralíf og gróður sameinast á veggjum skólans.
Húsið er klædd með álplötum og lerki. Svartar álplötur hafa verið gataðar og móta fyrir myndunum en þar undir eru litaðar álplötur í ólíkum litum sem gefa dýrunum og plöntunum líf.
Skemmtileg staðreynd: Hnúfubakurinn er í mælikvarðanum 1:1!
Stefnt er að Atuarfik Inussuk ljúki í sumar, tilbúinn til að taka á móti 1.200 skólabörnum.