19.01.26

LiuGong - 100% rafdrifin vinnuvél til Ístaks

Ístak hefur tekið í notkun fyrstu 100% rafdrifnu stóru vinnuvélina sína og líklega stærstu rafknúnu vinnuvél sem er í notkun á Íslandi í dag. 

 

Um er að ræða LiuGong 870 HE hjólaskóflu, sem mun sinna ámokstri í Stapafellsnámu og leysa af hólmi eldri dísilknúna Volvo hjólaskóflu. 

 

Með þessari breytingu má gera ráð fyrir allt að 34.000 lítra eldsneytissparnaði á ári, sem er stórt skref í átt að minni kolefnisspori.  

 

Helstu upplýsingar um vélina: 

  • Þyngd: ~27 tonn 

  • Skóflustærð: 5,7 m³ 

  • Rafhlaða: 423 kWh (LFP) 

  • Hleðsluhraði: 300 kW 

  • Ending rafhlöðu: 6–8 klst 

 

Með innleiðingu rafknúinna vinnuvéla styrkir Ístak vegferð sína í átt að ábyrgum, umhverfisvænum og sjálfbærum rekstri.