13.12.21

Ný vefsíða Ístaks

Ístak tekur í dag í notkun nýja vefsíðu fyrirtækisins og leysir hún gamla síðu af hólmi sem þjónað hefur frá árinu 2015. Nýja síðan er hönnuð af íslensku hönnunar- og vefstofunni VISKU og er hún bæði notendavæn og aðgengileg í öllum snjalltækjum sem og í hefðbundum tölvum, ólíkt því sem var á gömlu síðunni.  

 

Vefsíðan er smíðuð með nýjustu tækni í viðmótsforritun. Hún er forrituð í React sem er forritunarmál sem upprunalega var búið til af Facebook til að mæta ströngustu kröfum notenda. Ofan á React notar síðan NextJs sem gerir síðunni kleift að vera statísk (e. static) en það merkir að allar síður eru búnar til fyrirfram sem skilar sér í afar hröðum vef.  

 

Markmiðið með nýju síðunni er að einfalda aðgengi að upplýsingum og varpa ljósi á þá fjölbreyttu þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Á síðunni er að finna upplýsingar um alla starfsemi Ístaks og hinar ólíku þjónustudeildir sem starfræktar eru innan fyrirtækisins. Þar eru einnig aðgengilegar upplýsingar um störf í boði auk þess sem sögu fyrirtækisins er gerð góð skil í máli og myndum en Ístak fagnaði einmitt 50 ára starfsafmæli á síðasta ári. 

https://istak.viska.io
Forsíða nýju vefsíðu Ístaks sem hönnuð er af hönnunar- og vefstofunni VISKU.
https://istak.viska.io
Gamla vefsíðan hafði þjónað Ístaki frá árinu 2015 en hún uppfyllti ekki lengur nýjustu kröfur um notendavænt viðmót.