26.01.23

Nýtt verk hjá IKEA

IKEA er að stækka núverandi húsnæði sitt að Kauptúni 4 og með því að færa alla starfsemi sína og lagerhald á einn stað. Um er að ræða nýtt vöruhús ásamt nýja skrifstofu, starfsmannaaðstöðu og betri aðstaða fyrir viðskiptavini sem nýta sér “Smella og sækja” þjónustuna. Samtals verður stækkunin um 12.500m².  

 

Þetta verk er fyrri hluti þessa verkefnis sem innifelur í sér: 

• Jarðvinnuframkvæmdir – tilbúið undir undirstöður 

• Lagnaskurðir 

• Uppsteypa og frágangur á nýrri 325m² tæknibyggingu 

• Girða af og merkja vinnusvæðið 

 

Staðan í dag er sú að uppsteypa á tæknibyggingunni er nánast lokið og jarðvinnan gengur vel. Framundan er frágangur innan og utanhúss á tæknibyggingunni og líka að klára graftarvinnu fyrir undirstöður fyrir vöruhúsið. 

 

Staðarstjóri á verkinu er Kári Kolbeinn Eiríksson og verklok áætluð í byrjun apríl 2023.