25.05.23

Páll Sigurjónsson stofnandi og fv. framkvæmdastjóri Ístaks látinn

Páll Sigurjónsson frá Ofanleiti, byggingaverkfræðingur fæddist þar 5. ágúst 1931. 

 

Páll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952. Hann lauk fyrri hlutaprófi í verkfræði í Háskóla íslands 1955, lauk svo prófi í byggingaverkfræði í DTH í Kaupmannahöfn 1959. Sat tveggja vetra námskeið hjá danska verkfræðingafélaginu um atvinnulífið, m.a. lögfræði og hagfræði á árunum 1966-1968. 

 

Páll var verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen 1959-1960, hjá flugher Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli 1960-1961. Hann starfaði síðan hjá E. Phil & Søn A/S í Færeyjum 1961-1964 og í Kaupmannahöfn 1964-1968. Hann var yfirverkfræðingur hjá Fosskraft sf. við Búrfellsvirkjun 1968-1970 og var einn af stofnendum og framkvæmdastjóri Ístaks hf. frá árinu 1970 til ársins 2003. Páll tók síðar við sem stjórnarformaður Ístaks og lét af þeim störfum árið 2006.  

 

Páll var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1987, var hand­hafi ridd­ara­kross hinn­ar kon­ung­legu sænsku Norður­stjörnu og var sæmd­ur heiðurs­merki Verk­fræðinga­fé­lags Íslands 1993. 

 

Páll Sig­ur­jóns­son lést þriðju­dag­inn 23. maí á 92. ald­ursári. 

 

Hann læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn, 13 barna­börn og sex barna­barna­börn. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Páls er Sig­ríður Gísla­dótt­ir. 

 

Páll skrifaði stóran part í sögu Ístaks með stofnun félagsins árið 1970 og stýrði félaginu í yfir 30 ár. 

 

Við hjá Ístak vottum fjölskyldu Páls okkar innilegu samúðarkveðjur.