Auk þess að stýra verkefnum í aðalverktöku og alverktöku, ýmist í kjölfar útboða eða beinna samninga, hefur Ístak umfangsmikla reynslu af stjórnun verka í svokallaðri stýriverktöku og marksamningsverktöku. Við leggjum metnað okkar í alla verkstjórn og kappkostum að verkumsjón og samstarf við verkkaupa sé í hæsta gæðaflokki, hvort sem um stór eða minni verk er að ræða. Meðal verkefna Ístaks í stýriverktöku má nefna byggingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsveg og nýjustu framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem hófust haustið 2021, en í hluta þeirra framkvæmda sinnir Ístak hlutverki stýriverktaka.