Framkvæmdir Ístaks hófust á Keflavíkurflugvelli með uppsteypu og utanhússfrágangi 1. áfanga flugstöðvarinnar (Norðurbygging) sem reist var 1985-1987. Síðar var flugstöðin stækkuð og svokölluð Suðurbygging reist við enda landgangsins sem tengir saman Suðurbyggingu og Norðurbyggingu og vann Ístak það verk í samstarfi við Højgaard & Shultz árunum 2000-2001. Þá vann Ístak að stækkun Norðurbyggingar á árunum 2004 – 2005, en þá voru móttöku- og komusalir stækkaðir auk þess sem þaki var lyft og gerð skrifstofurými á 3. hæð.
Árin 2014 – 2016 sá Ístak um innanhússfrágang á stækkun á Suðurbyggingu til vesturs og einnig um stækkun farangursflokkunarstöðvar sem er viðbygging við Norðurbyggingu. Ístak sá um stækkun Suðurbyggingar til norðurs ásamt 1. hluta á breikkun landgangsins. Loks vann Ístak við stækkun á steyptum flughlöðum austan flugstöðvar á árunum 2016 – 2018. Ístak og Isavia sömdu síðla árs 2021 um áframhaldandi uppbyggingu í Keflavík sem felst í gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvarinnar.
Ístak hefur komið að mörgum verkefnum á Keflavíkurflugvelli. Ístak byggði Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 19xx.