Guðlaug

https://istak.viska.ioGuðlaug langasandi2

Verkkaupi

Akraneskaupstaður

Tímabil

2017 - 2018

Hlutverk

Aðalverktaki

Verklýsing

Ístak byggði mannvirkið Guðlaugu við Langasand á Akranesi. Guðlaug samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. Mannvirkið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2019 og hefur jafnfram verið tilnefnt til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022 sem veitt eru fyrir framúrskarandi nútíma arkitektúr. Basalt Arkitektar hönnuðu Guðlaugu en Mannvit sá um verkfræðihönnun. Mies van der Rohe Award verðlaunin eru veitt fyrir arkitektúr sem sýnir fram á einstakt félagslegt, menningarlegt og tæknilegt samhengi. Þau þykja ein virtustu byggingarlistarverðlaun í heimi.

Hér má sjá stutt myndband af byggingu Guðlaugar en myndbandið birtist á vef Akraneskaupstaðar.

1 / 5

Guðlaug við Langasand

Stoltur verktaki í hálfa öld

Sjá fleiri verkefni